Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Í sumar er á vegum Umhverfisstofnunar unnið víðsvegar um landið við að koma upp skiltum og merkingum á friðlýstum svæðum.

Um er að ræða leiðbeiningaskilti fyrir gesti svæðanna þar sem fram koma upplýsingar um afmörkun, aðgengi, sérstöðu og annað sem gagnast getur ferðamanninum. Sérstökum fræðsluskiltum um náttúrufar svæðanna svo sem upplýsingar um dýralíf og gróðurfar, sögu og örnenfi verður einnig komið upp ásamt leiðarmerkingum sem vísa á áhugaverðar gönguleiðir. Umhverfisstofnun annast gerð skiltanna og framleiðir þau en gagnasöfnun og framsetning er unnin í samstarfi við landeigendur, sveitarstjórnir og aðra staðkunnuga. Verkið er ennfremur unnið í samstarfi við Vegagerðin sem hefur annast uppsetningu skiltanna.

Skilti, Arnarstapi, Hellnar, UmhverfisstofnunBrýnt þótti að fara í nýjar merkinga á friðlýstum svæðum þar sem merkingar eru víða úrelltar og úr sér gengnar. Verkið er greitt af sér fjárveitingu til uppbyggingar á friðlýstum svæðum sem hefur numið 19 milljónum árlega síðustu 3 ár.