Stök frétt

Mynd: Kondor83 á Unsplash

Samkvæmt áætlun Umhverfisstofnunar (Ust) og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga (Hes) um eftirlitsverkefni á árinu 2003 á sviði matvælaeftirlits liggur fyrir að á tímabilinu frá byrjun maí til loka ágúst verði gerð könnun á kælihitastigi og uppröðun KÆLIVARA í kælum smásölufyrirtækja. Sambærileg könnun var framkvæmd árin 1997 og 1999. Með framkvæmd þessarar könnunar má því með auðveldum hætti bara saman ástand þessara mála á landsvísu.

Tilgangur verkefnisins er eftirfarandi:

 • Kæling er einn mikilvægasti öryggisþáttur í sambandi við framleiðslu og dreifingu matvæla, en hitastigmælingar eru jafnframt einfaldar og ódýrar. Ætlunin er að kanna hvort ákvæðum Matvælareglugerðar (reglugerð nr. 522/1994) um kælihitastig sé framfylgt. KÆLIVÖRUR eru mjög viðkvæm matvæli og því skiptir miklu máli að þær séu geymdar í vönduðum kælibúnaði við 0-4°C. Jafnframt er geymsluþol þeirra miðað við þetta hitastigsbil
 • Að fá yfirsýn yfir kælihitastig í viðkvæmum matvælum í verslunum á landinu.
 • Út frá ýmsum sjónarhornum skiptir uppröðun í kæla máli. Tryggja verður öryggi matvælanna og haga uppröðun þannig að hrámeti og tilbúin matvæli fá fullnægjandi aðskilnað. Einnig er mikilvægt að virða hleðslumörk kæla, en þannig er kæligetan fullnýtt og kælingunni viðhaldið í matvælunum.

Viðmiðanir heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga vegna kælihitastigs í kælum eru:

 • KÆLIVÖRUR haldist við, 0 - 4°C
 • Viðbrögð við of háu kælihitastigi
  • Ef 5,0 – 7,4°C þá skrá niðurstöður í eftirlitsskýrslu. Kanna áreiðanleika innra eftirlits og skráningar hitastigs. Gefa eftirlitsþega leiðbeiningar um úrbætur og skýra jafnframt mikilvægi góðrar kælingar matvæla.
  • Ef 7,5 – 10,0°C þá skrá niðurstöður í eftirlitsskýrslu og veita áminningu. Kanna áreiðanleika innra eftirlits og skráningar hitastigs. Gera kröfu um úrbætur innan 7 daga. Gefa eftirlitsþega leiðbeiningar um úrbætur og skýra mikilvægi góðrar kælingar matvæla. Eftirfylgni með að úrbætur séu gerðar.
  • Ef hærra en 10,0°C þá skrá niðurstöður í eftirlitsskýrslu. Greina hættu tengda matvælum, framleiðsluaðferð og matvælafyrirtæki. Kanna einnig geymsluþolsmerkingar, áreiðanleika innra eftirlits og skráningar hitastigs. Fleygja matvælunum nema sýnt sé fram á að geymsluþol hafi ekki skerts. Gefa eftirlitsþega leiðbeiningar um úrbætur og skýra mikilvægi góðrar kælingar matvæla. Veita áminning og gera kröfu um úrbætur nú þegar. Eftirfylgni innan 7 daga með að úrbætur séu gerðar.

Samhliða framkvæmd verkefnisins dreifir Hes Leiðbeiningum um verslanakæla til smásölufyrirtækja.

Niðurstöður verkefnisins verða birtar hér á heimasíðunni í september.