Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Scott Blake af Unsplash
Í sumar verður fólk á vegum Umhverfisstofnunar á faraldsfæti um allt land að taka GPS hnit af ýmsum umhverfistengdum staðsetningum. Ráðinn var sumarstarfsmaður, Steinunn Aradóttir, til að hnita ýmsar mengunaruppsprettur, s.s. stærri rotþrær, fráveituop í kaupstöðum, fiskeldisstöðvar og bensínstöðvar, en einnig náttúrulaugar og vatnsból. Á sama tíma gera eftirlitsmenn stofnunarinnar átak í hnitun urðunarstaða, olíubirgðastöðva, ofl.

Þá munu sjálfboðaliðar á vegum BTCV einnig gera víðreist um nokkur helstu náttúruverndarsvæði landsins og hnita þar stíga, útsýnisskífur ofl.

Markmiðið með þessari hnitun er að útbúa aðgengileg kort á vefsíðum stofnunarinnar þar sem hægt verður að nálgast þessar upplýsingar og aðrar er varða umhverfismál.