Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Mynd: Zbynek Pospisil

Umhverfisstofnun hafa borist ábendingar um sölu sumarblóma í matvöruverslunum. Blómin eru pökkuð í mismunandi umbúðir og ýmist seld nokkur saman í bökkum eða stök. Almennt eru blómin sem seld eru stök vel inn pökkuð, þ.e sellófan hylur allan blómapottinn og blómið sjálft. Blómin í bökkunum eru hinsvegar almennt óvarin og því miklar líkur á að mold og önnur óhreinindi dreifist um matvöruverslunina og á matvæli. Vel þekkt er að örverur og önnur óværa dreifist með mold.

Það eru tilmæli Umhverfisstofnunar til forsvarsmanna matvælafyrirtækja að óvarin sumarblóm í bökkum eða pottum séu ekki boðin til sölu innan veggja matvöruverslana, m.a. vegna hugsanlegrar hættu á krossmengun.