Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

27. maí 2003 | 11:58

Vor undir jökli

Þátttakendur í barnastund með landvörðum í sjómannagarðinum á Hellissandi.
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull tók þátt í vorhátíð í Snæfellsbæ helgina 24. – 25. maí. Á hátíðinni buðu ferðaþjónustuaðilar á svæðinu upp á ýmiskonar uppákomur og afþreyingu. Af þessu tilefni stóð Þjóðgarðurinn fyrir barnastundum í sjómannagarðinum á Hellissandi á laugardag og í fjörunni á Hellnum á sunnudag.

Í Sjómannagarðinum skoðuðu börnin áttæringin Blika og Þorvaldsbúð með landvörðum, hlýddu á þjóðsögu um tröllkonuna Hettu og fóru síðan í leiki. Reglulegar barnastundir verða á vegum þjóðgarðsins í sumar.