Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Viðhorf heimamanna til stofnunar Vatnajökulsþjóðgarðs

Undanfarna mánuði hefur verið unnið að undirbúningi fyrir stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs. Til stóð að stofna garðinn á árinu 2002 en af því varð ekki. Ljóst er af því hvernig málið er lagt upp, jafnt af yfirvöldum náttúruverndar sem viðkomandi sveitarstjórnum, að þjóðgarður þessi er ekki síður hugsaður sem stoð við ferðaþjónustu í nágrannabyggðum Vatnajökuls en sem lóð á vogarskál náttúruverndar. Reynslan frá þjóðgörðum sem og öðrum náttúruverndarsvæðum víða um heim sýnir að vönduð undirbúningsvinna, þar sem raddir sem flestra fá að heyrast og sem flestar hugmyndir fá að sjá dagsins ljós, skiptir sköpum um það hversu vel tekst til um stofnun nýs þjóðgarðs. Í þessari skýrslu eru birtar niðurstöður rannsóknavinnu sem fram fór á árunum 2001 og 2002 í verkefni sem ber yfirskriftina Vatnajökulsþjóðgarður: Náttúruvernd og atvinnulíf grannbyggða.

Þjóðgarðstal á pdf formi