Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Stök frétt

Eftirlit með leiksvæðum samkvæmt EN stöðlum 1176 og 1177


Námskeið haldin á vegum Umhverfisstofnunar dagana 26.-28.maí nk. Um er að ræða tvö námskeið. Námskeið nr. 1 verður haldið dagana 26. og 28 maí, námskeið nr. 2 þann
28. maí.

Verð er kr. 10.000 fyrir námskeið en kr. 17.000 fyrir þá, sem vilja sitja bæði námskeiðin.

Námskeið 1 - Eftirlit með leiksvæðum

Þetta námskeið er einkum ætlað þeim er hafa reglulegt eftirlit með leiksvæðum og þeim er stjórna og starfa á slíkum svæðum.

Þessi hluti er hagnýtur þeim er koma nýir að leiksvæðaeftirliti og einnig þeim sem bera annars konar ábyrgð á leiksvæðum. Á námskeiðinu er komið inná evrópustaðla án þess að farið sé út í smáatriði. Fjallað er um viðhald leiktækja og aðsteðjandi hættur á leiksvæðum.

· Algeng vandamál á leiksvæðum - myndir
· lög og reglugerðir
· Eftirlitskerfi
· Skráning
· Aðferðafræði og búnaður til eftirlits

Hádegishlé

· Verklegar æfingar á leiksvæði
· Greining á eftirliti
· Spurningar og svör

Stuðst er við myndbönd og verklegar æfingar í samræmi við það sem mælt er með í staðlinum.

Námskeið 2 - Eftirlit með leiksvæðum. Kynning á evrópustaðli og stjórnun á leiksvæðum.

Námskeiðið er einkum ætlað þeim er hanna og kaupa inn leiktæki eða stjórna uppbyggingu leiksvæða eða rekstri. Námskeiðið hentar einnig þeim er setja eða innleiða reglur um öryggi leiksvæða og leiktækja.

· Uppbygging og hönnun nýrra leiksvæða með hliðsjón af EN 1176 og EN 1177. Komið inná breytingar er orðið hafa til síðan staðallinn tók gildi.
· Börn að leik og slysahætta.
· Áhættugreining á leiksvæðum.
· Eldri leiktæki og búnaðar.
· Skráning eftirlits á einfaldan og markvissan hátt

Markmið með námskeiðinu er að að stjórnendur læri að nýta sér evrópustaðalinn á markvissan og skynsamlegan hátt.

Leiðbeinandi
Rob Wheway hefur 30 ára reynslu á þessu sviði. Síðustu 12 ár hefur hann einkum starfað að mati á leiksvæðum og úttekt á öryggi barna á leiksvæðum fyrir hönd ILAM og annara stofnana, er hafa með öryggismál að gera. Hann sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrirtæki sem starfa á þessu sviði. Hann er virtur sérfæðingur í atferli barna og umhverfi