Stök frétt

Mynd: Aneta Voborilova
Í febrúar og mars 2003 fór fram eftirlitsverkefni Umhverfisstofnunar og Heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga þar sem kannað var örveruástand rjómabolla á sjö heilbrigðiseftirlitssvæðum, en þau voru Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur, matvælasvið, (UHRM), Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra (HNV), Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (HNE), Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST), Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis (HKS), Heilbrigðiseftirlit Suðurlands (HS) og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja (HSN) Í verkefninu voru tekin 44 sýni, aðallega af rjómabollum, úr 24 bakaríum víða um land og tveimur kaffihúsum. Sýnin voru vatnsdeigs- og gerdeigsrjómabollur auk rjómaterta og kleinuhringa. Matvælasýnin eru ekki alltaf tekin á framleiðslustað þeirra heldur einnig hjá smásölum víða um landið. Sýnin voru rannsökuð á rannsóknastofu Umhverfisstofnunar.

Niðurstöður könnunar er að finna hér : Rjómabollu ástand