Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun heyrir undir umhverfisráðuneyti. Stofnunin tók til starfa 1. janúar 2003 þegar hún tók við verkefnum Hollustuverndar ríkisins, Náttúruverndar ríkisins og Veiðistjóraembættis.

Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 90/2002 um Umhverfisstofnun. Hlutverk hennar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi, öruggum neysluvörum og verndun og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Um­hverf­is­stofn­un verður til húsa á Suður­lands­braut 24 í Reykja­vík, en veiðistjórn­un­ar­svið henn­ar, áður embætti veiðistjóra, verður starf­rækt á skrif­stofu stofn­un­ar­inn­ar í Hafn­ar­stræti 97 á Ak­ur­eyri og þaðan og frá Eg­ils­stöðum verður einnig stýrt mál­efn­um er varða vernd­un og nýt­ingu villtra dýra­stofna. Við stofn­un­ina munu verða 73 starfs­menn, þar af 57 í höfuðstöðvum henn­ar í Reykja­vík. Um­hverf­is­stofn­un tek­ur við um­sjón þjóðgarða og munu þjóðgarðsverðir áfram starfa þar.

Davíð Eg­ils­son hef­ur verið skipaður for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar. Hann var áður for­stjóri Holl­ustu­vernd­ar rík­is­ins.