Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Aðgengi

Umhverfisstofnun hefur eftirlit með að náttúru verndaða svæðisins sé ekki raskað. Landverðir starfa í Mývatnssveit og veita ferðamönnum aðstoð og fræðslu. Ferðafólk er beðið að fara með gát um viðkvæma náttúruna og forðast að trufla dýralíf.
Yfir sumartímann er boðið er upp létta gönguferð með leiðsögn landvarða um Skútustaðagía sem tekur um 1-1,5 klst.

Gönguferðir um Skútustaðastíga verður kl. 14:00 alla þriðjudaga frá 15. júní til 17. ágúst. Lagt verður af stað frá söluskálanum Selhótel.

Hraunmyndanir láta fljótt á sjá ef þær eru brotnar eða á þeim traðkað. Fuglar eru viðkvæmir fyrir truflun. Skiljum aldrei eftir okkur rusl og höldum svæðinu hreinu. Akstur utan vega er óheimill. Virðum náttúruna og þann fjölbreytileika lífs og landslags sem í henni er. Tökum tillit til íbúa svæðisins. Förum varlega á jarðhitasvæðum og njótum dvalarinnar.