Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Friðlýsingarferlið

Þegar áform eru uppi um að friðlýsa svæði fer af stað ákveðið ferli. Í tilviki þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum þá er stofnaður samstarfshópur sem vinnur að málinu. Fljótlega í ferlinu eru áform um tillögu að friðlýsingu auglýst. Í auglýsingunni skal tilgreina hvar tillagan sé aðgengileg og öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir við hana. Þessi kynningartími er átta vikur frá birtingu auglýsingar um áform. Tillagan er jafnframt send sveitarstjórnum, náttúruverndarnefndum og náttúrustofum til umsagnar sem og öðrum opinberum aðilum og hagsmunasamtökum eftir því sem ástæða þykir til. Einnig skal senda tillöguna þeim aðilum sem eiga sérstakra hagsmuna að gæta vegna hennar.

Á áformatímabili er byrjað að huga að friðlýsingarskilmálum og nýtast þær athugasemdir sem berast á því tímabili við þá vinnu. Í kjölfar þess að unnið hefur verið úr athugasemdum eru drög að friðlýsingarskilmálum unnir og þeir auglýstir. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirhugaða friðlýsingu er þrír mánuðir. Umhverfisstofnunin vísar svo málinu í kjölfarið til ráðherra með tillögum að friðlýsingarskilmálum og gerir grein fyrir hvort náðst hafi samkomulag um friðlýsinguna við hlutaðeigandi aðila.