Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Leiðbeiningar

Oftast er einfalt að viðhalda heilnæmu innilofti í híbýlum. Margt getur þó haft áhrif og mikilvægt er að huga að því hvernig hægt sé að viðhalda heilnæmu innilofti eða bæta það. Þannig má minnka líkur á að inniloft geti haft slæm áhrif á heilsu þeirra sem þar dvelja.

Umhverfisstofnun hefur gefið út leiðbeiningar um inniloft, raka og myglu, hvernig best sé að viðhalda og bæta heilnæmi innilofts og hvernig bregðast skuli við verði inniloftið óheilnæmt. Einnig er fjallað um eftirlit með húsnæði og ábyrgð eigenda og leigjenda húsnæðis. 

Í leiðbeiningunum er að finna upplýsingar og leiðbeiningar fyrir almenning um: 

  • inniloft 
  • raka 
  • myglu 
  • hreinsun myglu og úrbætur 
  • eftirlit og ábyrgð

Í fylgiskjali 1 er samantekt á gátlistum um ýmislegt er varðar innililoft, raka og myglu og gott getur verið að hafa við höndina þegar hugað er að þessum þáttum:

  • Gátlisti 1 – góð ráð fyrir heilnæmt inniloft 
  • Gátlisti 2 – mat á rakastigi 
  • Gátlisti 3 – ákjósanlegar aðstæður fyrir sýnatöku 
  • Gátlisti 4 – góð ráð til að varna of háu rakastigi 
  • Gátlisti 5 – hreinsun myglu 
  • Gátlisti 6 – fullnægjandi hreinsun 
  • Gátlisti 7 – úrbætur