Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Ferðalög

Flug er sennilega einn stærsti þátturinn í losun gróðurhúsalofttegunda hjá einstaklingum og eykst mjög nú þegar mun auðveldara er að hoppa upp í flugvél og ferðast um allan heiminn. Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugstarfsemi hefur aukist mjög mikið og mun koma til með að aukast meira í framtíðinni. Þess má geta að heildarlosun íslenskra flugrekenda af koltvísýringi árið 2014 var 900.000 tonn í millilandaflugi og rúm 1.000.000 tonn árið 2015. Ein flugferð, fram og tilbaka til Danmerkur losar t.d. um 370 kg af CO2 á farþega, en hægt er að skoða losun ferða á vefsíðu alþjóða flugmálastofnunarinnar ICAO.

Ef við skoðum betur töluna 370 kg af CO2  þá er það svipuð losun og ef fólksbíl er ekinn um 2600 kílómetra (m.v. 140 g CO2/km í meðalakstri) eða tvisvar sinnum í kringum Ísland. 
Það sem við þurfum því alvarlega að skoða er að fljúga minna eða fljúga styttri ferðir og nota meira af t.d. lestarsamgöngum þar sem það er hægt.