Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Vatnavefsjá

Vatnavefsjáin er landupplýsingakerfi fyrir stjórn vatnamála. Hún er rekin í samstarfi við Veðurstofu Íslands og er eitt helsta verkfærið sem notað er við framkvæmd laga um stjórn vatnamála.

 Í vefsjánni er hægt að finna upplýsingar um:

  • Vatnshlotin sjálf
  • Afmörkun vatnshlota
  • Ástand vatnshlota
  • Umhverfismarkmið
  • Álagsþætti

Einnig er hægt að skoða ýmis gögn varðandi náttúrufar og landgerð.

Ábendingar

Ávallt er reynt að sýna nýjustu upplýsingar og gögn í vefsjánni. Ef notendur verða varir við villur eða vilja koma á framfæri ábendingum varðandi innihald vefsjárinnar eru þeir hvattir til þess að senda ábendingu á tölvupóstfang stjórnar vatnamála vatn@uos.is.

Skil á gögnum

Til þess að hægt sé að birta ástand vatnshlota þarf gögn sem segja til um ástand. Íslensk stjórnvöld ásamt aðilum sem valda álagi á vatnshlot vakta vatnshlot og skila gögnum í Skilagátt sem miðlar þeim í vatnavefsjánna.

Opna Vatnavefsjánna