Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Mikið breytt og manngerð vatnshlot

Sum vatnshlot hafa tekið það miklum breytingum af mannavöldum að þau uppfylla ekki kröfur um gott vistfræðilegt ástand, en geta flokkast sem mikið breytt eða manngerð vatnshlot.

Skilgreiningar

Skilgreining á mikið breyttum og manngerðum vatnshlotum er ekki lokið fyrir íslensk vatnshlot en tillaga hefur verið lögð fram um fyrstu vatnshlotin sem gætu flokkast sem mikið breytt eða manngerð. Ástand þessara vatnshlota er miðað við svokallað vistmegin. Vatnshlot sem eru skilgreind sem manngerð eða mikið breytt skulu að lágmarki uppfylla „gott vistmegin“.

Gæðaþættir

Sömu gæðaþættir eru notaðir fyrir mikið breytt og manngerð vatnshlot eins og um náttúruleg yfirborðsvatnshlot. Það eru þeir líffræðilegu og eðlisefnafræðilegu gæðaþættir sem taldir eru upp í töflunni í kafla um gæðaþætti og ástandsflokkun. Það getur verið breytilegt hvaða gæðaþættir sem eru taldir upp í töflunni henta við flokkun á vistmegni, samanborið við náttúruleg vatnshlot.
Besta vistmegni er náð ef vistkerfi í mikið breyttu vatnshloti endurspeglar það sem finna má í sambærilegasta vatnshloti.

Starfsemin sem olli breytingunum

Ákvörðun á besta vistmegni byggir á að vatnsformfræði hafi breyst eingöngu vegna þeirrar starfsemi sem varð þess valdandi að vatnshlotið var tilnefnt sem mikið breytt vatnshlot, en ekki vegna annarra þátta.

Skýrslur

Hér fyrir neðan eru skýrslur sem Umhverfis- og orkustofnun hefur gefið út varðandi mikið breytt og manngerð vatnshlot.