Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Garðurinn

Væri ekki frábært ef hægt væri að koma í veg fyrir efnanotkun í garðinum og það sem félli til af úrgangi væri endurnýtt á staðnum?

Það er ýmislegt hægt að gera til að garðurinn verði sem sjálfbærastur og með fjölbreytt lífríki! 

Með því að búa til moltu úr grasi, greinum, blómum og öðru sem fellur til erum við komin með góða og næringarríka mold til að bera á beðin.

Stór hluti heimilisúrgangs okkar eru matarleifar en með því að jarðgera hann heima, getum við dregið verulega úr magni þess sorps sem við sendum frá okkur. Við jarðgerð er lífrænum úrgangi umbreytt í moltu sem þykir einn besti jarðvegsbætir sem völ er á, hún gerir jarðveginn frjósamari, léttari og um leið heilbrigðari.