Stök frétt

Umhverfisstofnun áformar útgáfu bráðabirgðaheimildar fyrir Skotfélag Reykjavíkur vegna skotvallar á Álfsnesi.

Skotfélag reykjavíkur óskar eftir bráðabirgðaheimild til að hægt sé að halda áfram starfsemi á meðan starfsleyfi er í vinnslu. Umhverfisstofnun er heimilt skv. 7. gr. a. laga nr. 7/1998 að veita rekstraraðila bráðabirgðaheimild að uppfylltum skilyrðum. 

Athugasemdafrestur við auglýsinguna er til og með 30. ágúst 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast stofnuninni á netfangið ust@ust.is merktar UST202408-030.