Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi Terra Umhverfisþjónustu hf.

Terra Umhverfisþjónusta sendi Umhverfisstofnun beðni um breytingu á starfsleyfi þannig að umfang starfseminnar yrðu aukið út 7.900 tonnum í 12.100 tonn af spilliefnum árleg. Eftir að niðurstaða lá fyrir um matskyldu vann Umhverfisstofnun breytinguna og uppfærði leyfið á sama tíma með tilliti til laga um stjórn vatnamála.

Tillaga að breyttu starfsleyfi var auglýst opinberlega á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 8. janúar til og með 6. febrúar 2024 og gafst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um breytingu starfsleyfisins yrði tekin. Engar athugasemdir eða umsagnir bárust á auglýsingatíma. 

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl:
Starfsleyfi