Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um veitingu bráðabirgðaheimildar N-lax ehf. Laxamýri, kt. 551009-1220 fyrir áframhaldandi starfsemi fyrir landeldi, skv. 7. gr. a. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Heimildin gildir þar til 1. september 2024, eða þar til nýtt leyfi hefur verið gefið út.

Áform um veitingu bráðabirgðaheimildarinnar voru auglýst frá 13. mars til 12:00 18. mars sl. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.

Tengd skjöl:
Bráðabirgðaheimild N-lax ehf. Laxamýri
Starfsleyfi N-lax ehf. Laxamýri