Stök frétt

Mynd: Daniel Sinoca - Unsplash

Umhverfisstofnun hefur fallist á að framlengja gildistíma starfsleyfis N-lax ehf. Laxamýri, Norðurþingi sem vegna landeldis á laxfiskum. 

Samkvæmt. 4. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir má útgefandi starfsleyfis framlengja gildistíma starfsleyfis meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu, að hámarki til eins árs, hafi fullnægjandi umsókn borist útgefanda. Áform um framlengingu voru auglýst á heimasíðu Umhverfisstofnunar 2. maí sl.  til og með 9. maí.

Framlenging á starfsleyfi N-lax ehf. er hér með veitt og mun gilda þar til nýtt starfsleyfi er gefið út eða í síðasta lagi til 20. mars 2024.
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um framlengingu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu hennar.

Tengd skjöl:
Ákvörðun um framlengingu starfsleyfis