Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir TDK Foil ehf. í Krossanesi 4, Akureyri. Tillagan gerir ráð fyrir heimild til framleiðslu á allt að 2.200 tonnum eða 10.800.000 m2 af aflþynnum fyrir rafmagnsþétta. Um er að ræða endurnýjun á starfsleyfi og gert er ráð fyrir sama umfangi og áður.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202108-182, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við ákvörðun um breytingu sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 26. maí 2023.

Tengd skjöl:
Tillaga að starfsleyfi
Umsókn um starfsleyfi
Grunnástandsskýrsla