Tillaga að breytingu á starfsleyfi – Malbikunarstöðin Höfði, Hafnarfirði
Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að breytingu á starfsleyfi Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. í Álhellu 34, Hafnarfirði. Breytingin fellst í því að ekki þarf að hafa olíuskilju á úðunarsvæði vörubílspalla svo framarlega sem vatnsleysanleg húðunarefni eru notuð.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202209-170, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við ákvörðun um breytingu sbr. 6.gr. reglugerðar nr. 550/2018.