Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn um breytingu á þrem starfsleyfum Vegagerðarinnar fyrir bikstöðvar þeirra á Ísafirði, Sauðárkrók og Reyðarfirði. 

Sótt er um breytingu þar sem í reglugerð hefur verið felld niður krafa um þykktarmælingu botns á biktönkum. Á næstunni verða unnar tillögur að breytingum á starfsleyfunum og í framhaldinu er gert ráð fyrir að þær verði auglýstar í fjórar vikur.

Öllum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á auglýsingatíma áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfanna verður tekin.