Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn frá Orku náttúrunnar um starfsleyfi vegna nýrrar hreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun.
Í framhaldi verður unnin tillaga að starfsleyfi er auglýst verður í fjórar vikur.
Öllum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á auglýsingatíma áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.