Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn um breytingu á starfsleyfi frá Fjarðabyggð fyrir urðun úrgangs í Mýrdal í landi Þernuness í Reyðarfirði. Á næstunni verður unnin tillaga að breytingu á starfsleyfinu.
Tillaga að breyttu starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.