Stök frétt

Mynd tekin af facebooksíðu Eldisstöðvarinnar Ísþórs hf.

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn um starfsleyfi frá Eldisstöðinni Ísþór hf. Starfsleyfisumsóknin snýr að landeldi á laxfiskum í Þorlákshöfn. Rekstaraðili hefur verið með leyfi til að ala 600 tonn en er að sækja um aukningu í allt að 1.800 tonn.

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.