Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn um starfsleyfi frá Moltu ehf. jarðgerðarstöð á Þveráreyrum, Akureyri. Umsókn um starfsleyfi barst 6. janúar síðastliðinn. Núverandi starfsleyfi rekstraraðila rennur út 2021 og var gefið út af Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Rekstraraðili sækir um heimild til móttöku á 15 þúsund tonnum/ári af lífrænum úrgangi.
Umhverfisstofnun vinnur nú að umsókn og að gerð starfsleyfistillögu.

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu er hægt að nálgast hér.

Mynd: Molta ehf.