Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf. á Akureyri (Krossanesi). Stöðin hefur nú undanþágu frá starfsleyfi vegna þess að vafi lék á um að rúmmál lekavarnar væri nægilegt og hafði gerð starfsleyfistillögu dregist vegna þess. Málið leystist hins vegar þegar rekstraraðili ákvað að falla frá því í bili að gera breytingar á stöðinni sem hefðu þrengt lekavörnina og var þá hægt að staðfesta að stöðin muni uppfylla kröfur um rúmmál lekavarnar.

Starfsleyfistillagan gerir ráð fyrir að heimilt sé geyma allt að 25.000 m3 af olíu í stöðinni og þar af olíu í stærsta geymi allt að 7.900 m3 og allt að 6.000 m3 af bensíni, auk móttöku úrgangsolíu.

Tillaga að starfsleyfi ásamt umsókn og grunnástandsskýrslu frá rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 1. júlí til og með 29. júlí 2020 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 29. júlí 2020.

Tengd skjöl:
Starfsleyfistillaga
Umsókn um starfsleyfi
Grunnástandsskýrsla