Stök frétt

Þann 31. október sl. sendi Steinull hf. Umhverfisstofnun erindi þar sem óskað var eftir breytingu á nokkrum greinum starfsleyfis fyrirtækisins.

Sérfræðingar munu nú hefja vinnu við málið. Fallist stofnunin á að breyta starfsleyfinu verður tillaga að breyttu starfsleyfi auglýst opinberlega í fjórar vikur og verður almenningi gefin kostur á að koma með athugasemdir.