Stök frétt

Umhverfisstofnun gaf út starfsleyfi fyrir seiðaeldi félagsins Háafell ehf. að Nauteyri þann 31. janúar sl. Starfsleyfið heimilar framleiðslu á allt að 800 tonnum af laxa- og regnbogasilungaseiðum árlega í eldisstöð að Nauteyri, Strandabyggð.

Skipulagsstofnun ákvarðaði að starfsemin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum í ákvörðun sinni dags. 18. desember 2015.

Starfsleyfið byggir á skilyrðum á grundvelli reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit sem sett er með stoð í 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998. Starfsleyfi Umhverfisstofnunar tekur á mengunarþætti eldisins og gerir ítarlegar kröfur um takmörkun á mengun, eftirlit og mælingar á starfstíma.

Umhverfisstofnun auglýsti opinberlega tillögu að starfsleyfinu á vefsíðu stofnunarinnar í fjórar vikur, á tímabilinu 16. nóvember til 14. desember 2018 þar sem gefinn var kostur á að koma með skriflegar athugasemdir við tillöguna. Engar athugasemdir bárust.
Auglýsing þessi er birt á fréttasvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálki fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.

Umhverfisstofnun auglýsir útgáfu starfsleyfisins nú þegar starfsleyfið hefur verið afhent til rekstraraðila samhliða rekstrarleyfi Matvælastofnunar skv. 3. mrg. 4. gr. b. laga nr. 71/2008 um fiskeldi.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá þessari birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl:
Starfsleyfi ásamt greinargerð
Ákvörðun um útgáfu starfsleyfis og undirritað starfsleyfi
Greinargerð matsskyldufyrirspurnar
Matsskylduákvörðun Skipulagsstofnunar
Umsókn um starfsleyfi
Deiliskipulag Nauteyri greinargerð og umhverfisskýrsla