Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur staðfest að umsókn Laxar fiskeldi ehf. um starfsleyfi fyrir 100 tonn/ári vegna landeldis á laxaseiðum, sé fullnægjandi og að í undirbúningi er auglýsing á tillögu að starfsleyfi.
Laxar fiskeldi ehf. er þegar með leyfi fyrir eldi á allt að 20 tonnum á ári á sama stað.
Verið er að vinna að starfsleyfistillögu og gert er ráð fyrir að innan skamms verði hún auglýst í fjórar vikur. Öllum gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á auglýsingatíma áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.