Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir breytingu á starfsleyfi sveitarfélagsins til urðunar úrgangs í landi Syðri-Fjarðar. 

Breytingin fellst í  að heimild til jarðgerðar á urðunarstaðnum er bætt við í starfsleyfið. Áður hafði Umhverfisstofnunar borist álit Skipulagsstofnunar um að umrædd breyting krefðist ekki nýrrar matskylduákvörðunar.

Umhverfisstofnun hefur nú unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi sveitarfélagsins í samræmi við erindið. Við breytingu starfsleyfisins voru reglugerðartilvísanir einnig uppfærðar eftir því sem við átti.

Athugasemdir við breytingatillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun á ust@ust.is. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 19. júlí 2022. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Breytt starfsleyfi