Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð 


Mynd tekin af vef Arnarlax ehf.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi Arnarlax í Arnarfirði. Breyting á leyfi Arnarlax í Arnarfirði felur í sér stækkun og breytingu svæða sem eldið hefur verið á.

Skipulagsstofnun birti ákvörðun um matsskyldu þann 4. júní 2021 þar sem niðurstaðan var að framkvæmdin væri ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Skipulagsstofnun telur, með vísan til umsagna Hafrannsóknastofnunar og Umhverfisstofnunar, að áhrifin séu ólíkleg til að verða umtalsverð. Ræðst það af því að áhrif eru líkleg til að koma fram á löngum tíma og eru háð framleiðslumagni hverju sinni og hvíld svæða. Með vöktun, möguleika á að draga úr eldi og úrræðum eftirlitsaðila til að fresta útsetningu seiða er mögulegt að grípa inn í ef tilefni er til.

Umhverfisstofnun telur að með þeim kröfum sem gerðar eru í starfsleyfi ásamt vöktun muni draga úr þeim áhrifum sem eldið hefur vegna losunar næringarefna. Einnig eru heimildir til að endurskoða eldisfyrirkomulagið m.a með því að lengja hvíldartíma bendi niðurstöður vöktunar til að botn sé ekki að ná ásættanlegu ástandi til endurútsetningar eftir hvíld.
Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202106-114, athugasemdir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað.

Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 5.maí 2022. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga að breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Arnarfirði
Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu
BAT for fiskopdrætt i Norden
Vöktunaráætlun