Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð 


Mynd: Louis Reed - Unsplash

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Ísteka ehf. fyrir starfsstöð fyrirtækisins að Eirhöfða 13-15.

Tillagan gerir ráð fyrir að gefið verði út sérstakt starfsleyfi vegna starfsemi Ísteka ehf. að Eirhöfða 13-15 í Reykjavík. Í tillögunni er gert ráð fyrir að starfsleyfið gildi fyrir rekstur á rannsóknarstofu, forvinnslu efnis og lager á þessari staðsetningu. Starfsemin sem um ræðir er nátengd starfsemi sama rekstraraðila að Grensásvegi 8, Reykjavík og felur starfsleyfið ekki í sér útvíkkun á þeirri starfsemi. Tekið er sérstaklega fram í starfsleyfistillögunni að umfang starfseminnar að Eirhöfða skal rúmast innan þeirra heimilda er koma fram í starfsleyfi rekstraraðila að Grensásvegi 8.

Rekstraraðili starfar á tveim staðsetningum (Eirhöfða og Grensásveg), talið var nauðsynlegt að aðgreina starfsemina og gefa út tvö starfsleyfi í stað eins vegna ákvæða aðalskipulags Reykjavíkurborgar. Starfsleyfisskyld starfsemi er víkjandi á Eirhöfða þegar litið er til lengri tíma og er ekki hægt að veita starfsleyfi þar nema að hámarki til 6 ára samkvæmt áliti borgarinnar. Starfsleyfi Ísteka ehf. á Grensásvegi gildir hins vegar til ársins 2038.

Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 28. febrúar til og með 28. mars 2022. Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merktar UST202201-292. Umsagnir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað. Frestur til að skila umsögnum er til 28. mars 2022.

Greinargerð mun fylgja starfsleyfinu við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Ísteka ehf - starfsleyfistillaga
Umsókn Ísteka ehf um starfsleyfi
Tilkynning vegna matsskylduákvörðunar
Niðurstaða um matsskyldu