Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð 


Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Matfugl ehf. að Hurðarbaki Hvalfjarðasveit, er varðar þéttbært eldi alifugla (kjúklinga). Um er að ræða stækkun á eldisheimild Matfugls ehf. Tillagan gerir ráð fyrir eldisrými fyrir 136.000 fugla, og að uppfylltum skilyrðum frekari stækkun í eldisrými fyrir 192.000 fugla. 

Framkvæmdin fór í mat á umhverfisáhrifum og birti Skipulagsstofnun álit vegna þessa þann 14. ágúst 2019. Í áliti Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin telji að neikvæðustu áhrif vegna stækkaðs kjúklingabús verði vegna ólyktar frá eldishúsum og að áhrif á loftgæði á nærliggjandi bæjum vestan við Hurðarbak verði talsvert neikvæð. Vegna óvissu um hversu mikil óþægindi nágrannar Hurðabaks muni upplifa í kjölfar stækkunarinnar lagði Skipulagsstofnun til að ekki yrði ráðist í fulla stækkun í 192.000 fuglastæði í einum áfanga, heldur yrði heimiluðu stækkun bundin við smærri áfanga.  Að teknu tilliti til álits Skipulagsstofnunar og hagkvæmra eininga rekstraraðila leggur Umhverfisstofnun því til að fyrsti áfangi stækkunar verði 136.000 fuglastæði. Að loknum tveggja ára reynslutíma af rekstri eldishúsanna og ákveðnum skilyrðum uppfylltum, er snúa að losun lyktarvaldandi ammoníaks (NH3), verði heimilt að hefja rekstur í viðbótareldishúsum að fengnu samþykki Umhverfisstofnunar og heildareldisrými verði þá fyrir allt að 192.000 fugla. 

Starfsleyfistillagan tekur tillit til þeirra krafna sem gerðar eru í bestu aðgengilegu tækni (BAT-niðurstaðna) og starfsreglum um góða búskaparhætti í landbúnaði ásamt krafna skv. stjórn vatnamála m.t.t.: starfsvenja, losunar í loft (ryk/lykt) og mögulegrar losunar næringarefna í nærliggjandi vatnshlot vegna meðhöndlunar húsdýraáburðar.

Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 16. desember til og með 15. janúar 2022 og skulu athugasemdir berast innan þess tíma.  Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun (ust@ust.is) merkt UST202010-035, umsagnir verða birtar við útgáfu nema annars sé óskað.


Tengd skjöl
Umsókn um starfsleyfi
Tillaga um starfsleyfi Matfugls ehf. að Hurðarbaki
Álit Skipulagsstofnunar og matsskýrsla
Umsögn Umhverfisstofnunar um frummatsskýrslu
BAT niðurstöður
BAT skýrsla
Starfsreglur um góða búskaparhætti