Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð 


Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Colas Ísland hf. (áður Malbikunarstöðin Hlaðbær-Colas hf.) í Hafnarfirði. Starfsleyfið gerir ráð fyrir óbreyttri starfsemi í stöðinni.

Tillaga gerir því ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 240 t/klst af malbiki, auk heimildar til að reka tengda starfsemi. Heimilt verði einnig að geyma allt að 250 m3 af birgðir af biki og olíu á starfssvæðinu í litlum geymum, þar af 70 m3 í hvorum bikgeymi og allt að 70 m3 af dísil olíu þar af 50 m3 í stærsta dísiltanknum og gert er ráð fyrir ílátum fyrir hreinsiefni (einkum repjuolíu).

Tillaga að starfsleyfi ásamt umsóknargögnun frá rekstraraðila verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 9. febrúar til og með 9. mars 2021 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin. Ef óskað verður eftir kynningarfundi fyrir almenning vegna auglýsingar starfsleyfistillögunnar mun Umhverfisstofnun athuga möguleika á því.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 9. mars 2021. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Starfsleyfistillaga
Starfsleyfisumsókn
Grunnástandsskýrsla Gullhella/Silfurhella