Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð 


Mynd: Kristján Ingimarsson

Umhverfisstofnun hefur breytt starfsleyfi Laxa eignarhaldsfélags ehf. í utanverðum Reyðarfirði. Breytingin felur í sér að í starfsleyfinu er heimilaður lífmassi 10.000 tonn í stað 3.000 tonna áður. 

Tillaga að breytingunni var auglýst á tímabilinu 2. júlí til og með 4. ágúst 2020 og hægt var að koma að athugasemdum við Umhverfisstofnun á því tímabili. Eins og fram kom í auglýsingunni var forsenda þessarar auknu heimildar sú að Hafrannsóknastofnun endurskoðaði áhættumat vegna erfðablöndunar 11. maí 2020.

Ein umsögn um tillöguna barst og var hún frá Óttari Yngvasyni fyrir hönd nokkurra aðila. Greinargerð vegna breytingarinnar hefur verið bætt við starfsleyfið sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018 og má þar finna viðbrögð við athugasemdum sem bárust. Starfsleyfinu var ekki breytt frá auglýsingu á breytingartillögunni.

Tengd skjöl:
Starfsleyfi Laxa ehf
Umsögn - Óttar Yngvason