Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Háafell ehf. vegna eldis á regnbogasilung og þorski í Ísafjarðardjúpi. Hámarkslífmassi eldisins á hverjum tíma má ekki fara yfir 7.000 tonn samkvæmt tillögunni.

Starfsleyfi var gefið út vegna eldisins þann 25.10.2016 en var fellt úr gildi af úrskurðanefnd umhverfis- og auðlindamála.

Umhverfisstofnun telur að mengun verði aðallega í formi lífræns úrgangs (bæði í föstu og uppleystu formi) sem frá eldinu muni berast í viðtakann. Að mati stofnunarinnar eru áhrif mengunarinnar afturkræf og munu því ekki hafa varanlega áhrif á umhverfið. Eldið er kynslóðaskipt og svæði hvíld á milli kynslóða þannig að botninn jafni sig á milli.

Umhverfisstofnun sendi inn athugasemdir á sínum tíma við frummatsskýrslu þar sem m.a var bent á lífrænt álag á svæðum í Álftafirði og Seyðisfirði gæti orðið mikið og framleiðsla mætti ekki fara yfir svokallað LENKA mat fyrir eldissvæðin. Vöktunaráætlanir eru mikilvægar til að hægt sé að meta raunástand svæðanna með tilliti til lífræns álags. Burðarþol fyrir Ísafjarðardjúp hefur verið metið 30.000 tonn af Hafrannsóknastofnun þar sem lögð er áhersla á að eldi innan við Æðey verði ekki meira en áætlað er í þessu leyfi.
Athugasemdir við tillöguna og fylgigögn skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 12. desember 2019.

Tengd skjöl:
Tillaga að starfsleyfi
Umsókn um starfsleyfi
Matsskýrsla framkvæmdar
Álit Skipulagsstofnunar
Viðbótargreinargerð vegna valkostaumræðu
Umsögn Skipulagsstofnunar um viðbótargreinargerð vegna valkostaumræðu
Viðauki vegna fjarlægðamarka
Vöktunaráætlun