Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir bráðabirgðaheimild fyrir Laugafisk ehf. fyrir heitloftsþurrkun fiskafurða að Vitabraut 1, Reykjanesbæ.

Laugafiskur óskar eftir bráðabirgðaheimild til að hægt sé að halda áfram starfsemi á meðan starfsleyfi er í vinnslu. Umhverfisstofnun er heimilt skv. 7. gr. a. laga nr. 7/1998 að veita rekstraraðila bráðabirgðaheimild að uppfylltum skilyrðum.
Athugasemdafrestur við auglýsinguna er til og með 22. febrúar 2024. Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast stofnuninni á netfangið ust@ust.is merktar UST202402-206.