Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um veitingu bráðabirgðaheimildar fyrir Jarðborannir hf. vegna háhitaborunnar á RN-38. Vegna jarðhræringa og óvissustigs Almannavarna við fjallið Þorbjörn og annarra ófyrirséðra atburða þurfti að breyta borplani framkvæmdarinnar og hefja borun á borstað 2. Umsækjandi hefur sent inn fullnægjandi umsókn til heilbrigðisnefndar Suðurnesja og hefur tillaga að starfsleyfi verið kynnt heilbrigðisnefnd og er í auglýsingu. Umhverfisstofnun er heimilt skv. 7. gr. a. laga nr. 7/1998 að veita rekstraraðila bráðabirgðaheimild að uppfylltum skilyrðum.

Bráðabirgðaheimild

Áformin voru auglýst frá 7. nóvember til kl 13:00 þann 8. nóvember 2023 en engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum. Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar.