Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Mynd tekin af vef Fjarðabyggðar

Umhverfisstofnun hefur nú tekið ákvörðun um breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar Fjarðabyggðar í Þernunesi við Reyðarfjörð.

Sveitarfélagið óskaði eftir breytingu á starfsleyfinu svo heimilt væri að taka á móti og urða stöðug óvirk spilliefni, s.s. asbest.

Við breytingu starfsleyfisins voru reglugerðartilvísanir og önnur ákvæði uppfærð eftir sem við átti.

Tillaga að breytingu á starfsleyfi var auglýst opinberlega á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 2. júlí 2021 til og með 2. ágúst 2021 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst stofnuninni vegna tillögunnar á auglýsingatíma.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarnaeftirlit, laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, gildir til 6. febrúar 2036.

Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 1. mgr. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengt skjal:
Breytt starfsleyfi