Umhverfisstofnun hefur fellt úr gildi starfsleyfi Þorskeldis ehf. Berufirði fyrir kvíaeldi á þorski og regnbogasilungi við Berufjörð.
Starfsleyfið var gefið út hinn 12. september 2012. Engin starfsemi er á svæðinu og engar eldiskvíar eru í rekstri hjá fyrirtækinu.