Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsti 16. október s.l. að erindi hefði borist frá stöðinni um að breyta starfsleyfi vegna fiskikara á lóð gömlu sorpbrennslunnar við Hafnarveg í Reykjanesbæ. Niðurstaða málsins var að rétt væri að rekstraraðili vinni að lausn í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja og verður starfsleyfi stöðvarinnar við Berghólabraut 7 og Fitjabraut 10 í Reykjanesbæ ekki breytt vegna þessa.