Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn frá ORF Líftækni hf. um leyfi til afmarkaðrar notkunar erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera, þar sem rækta á erfðabreytt bygg í gróðurhúsum í Aparlundi, Bláskógarbyggð.

Starfsemin sem hér um ræðir fellur undir lög nr. 18/1996 um erfðabreyttar lífverur og reglugerð nr. 276/2002 um afmarkaða notkun erfðabreyttra lífvera, annarra en örvera. Starfsemin fellur undir afmörkunarflokk 2. 
Til samræmis við reglugerð nr. 276/2002 hefur verið óskað eftir umsögn ráðgjafanefndar um erfðabreyttar lífverur og Vinnueftirlitsins.

Umhverfisstofnun mun auglýsa ákvörðun sína um útgáfu leyfis þegar það liggur fyrir.