Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Gæði eldsneytis

Ákveðnar kröfur eru gerðar til gæða eldsneytis og koma þær fram í nýrri reglugerð nr. 960/2016. Reglugerðin gildir um ökutæki til nota á vegum og færanlegan vélbúnað til nota utan vega, þ.m.t. skip í siglingum á skipgengum vatnaleiðum þegar þau eru ekki á sjó, dráttarvélar fyrir land­búnað eða skógrækt og skemmtibáta þegar þeir eru ekki á sjó, og tækniforskriftir af heilbrigðis- og umhverfislegum ástæðum fyrir eldsneyti sem nota á með rafkveikju- og þjöppukveikju­hreyflum með tillit til tæknilegra krafna sem gilda um slíka hreyfla. Reglugerðin gildir ekki um eldsneyti ætlað til notkunar í flugvélum.

Umhverfisstofnun fer með eftirlit með framkvæmd reglugerðar nr. 960/2016. Birgjar skulu senda Umhverfisstofnun niðurstöður mælinga viðurkenndra rannsóknarstofa á þeim prófunarþáttum sem tilgreindir eru í viðaukum við reglugerðina og skal taka sýni til prófunar úr öllum eldsneytisförmum sem fluttir eru til landsins. Skila skal skýrslum fyrir 1. mars ár hvert fyrir undangengið ár. 

Birgjar skulu skila skýrslu í rafræna gátt fyrir 1. febrúar ár hvert fyrir undangengið ár um styrk gróðurhúsloftteguna úr eldsneyti og orku, sem afhent hefur verið hér á landi,  með því að veita a.m.k. umbeðnar upplýsingar sem tilgreindar eru í regulgerðinni. Skýrslurnar skulu yfirfarnar og vottaðar af óháðum aðilum sem Umhverfisstofnun samþykkir. Leiðbeiningar og rafræna gátt er að finna á vef Orkustofnunar: http://www.orkustofnun.is/eldsneyti/gagnaskil/

Reglugerðin innleiðir ákvæði tilskipunar Evrópusambandsins nr. 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis auka nýrra krafna sem koma fram í tilskipun Evrópusambandins nr. 2009/30/EB um gæði eldsneytis.