Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

REACH-EN-Force 3

Tilgangur og markmið:

  • Að tryggja að efni á íslenskum markaði hafi verið skráð hjá Efnastofnun Evrópu samkvæmt REACH-reglugerðinni sem tryggir að viðkomandi efni hafa verið áhættumetin. 
  • Að taka þátt fyrir hönd Íslands í samevrópsku eftirlitsverkefni með REACH reglugerðinni í samstarfi við tollayfirvöld. Verkefnið fór fram á sama tíma á öllu Evrópska efnahagssvæðinu. 

Framkvæmd og helstu niðurstöður:

Sett var á tollasía í samstarfi við Tollstjóra á tímabilinu 15. júlí – 15. september 2013 og fékk Umhverfisstofnun upplýsingar um allar tollafgreiðslur á vörum yfir einu tonni fyrir 17 tollflokka frá 12 upprunalöndum utan EES. Tollasían gaf lista yfir fyrirtæki sem fluttu inn efni frá löndum utan EES.

Umhverfisstofnun hafði samband við fyrirtækin og kallaði eftir skráningarnúmerum efnanna sem fyrirtækin afhentu. Umhverfisstofnun sannreyndi síðan að númerin væru í gildi með því að bera þau saman við gagnabanka Efnastofnunar Evrópu.