Stök frétt

Nú hefur Umhverfisstofnun gefið út leiðbeiningar fyrir þá aðila sem hyggjast fara í framkvæmdir, setja upp nýja starfsemi eða breyta núverandi starfsemi sem hefur áhrif á vatn. Margskonar framkvæmdir og starfsemi hefur áhrif á vatn s.s. ýmiskonar mengandi starfsemi, fiskeldi, grunnvatnstaka, vegagerð, efnistaka og virkjanir.  

Áður en leyfi fyrir framkvæmdum og starfsemi er veitt þurfa framkvæmdar- og rekstraraðilar að meta áhrif umsvifanna á vatn með áhrifamati. Tilgangur áhrifamats er að setja fram lýsingu á starfsemi/framkvæmd og hvort möguleg áhrif starfsemi/framkvæmdar valdi því að vatnshlotið nái ekki því umhverfismarkmiði sem hefur verið sett fyrir það. Umhverfismarkmið vatnshlota eru lagalega bindandi og sýna þarf fram á að þau náist.  

Vakin er athyglii á því að óheimilt er að gefa út leyfi fyrir framkvæmdir eða starfsemi ef þær valda því að umhverfismarkmið nást ekki nema ef að undanþága hafi verið veitt fyrir því. 

Hér má nálgast leiðbeiningar um hvernig sé best að bera sig að við gerð áhrifamats.