Stök frétt

Rannsóknir sýna að þau sem leggja áherslu á samveru, gæðastundir og umhverfisvænni neysluvenjur eru ánægðari með jólin en þau sem leggja áherslu á að gefa gjafir og þiggja.  

Einfaldasta ráðið er að sleppa öllum óþarfa sem tengist jólahaldi:

  • Gjöfum sem engan langar í
  • Mat sem endar í ruslinu
  • Fötum sem verða aldrei notuð aftur 
  • Rafmagni sem fer í að halda raftækjum og ljósum í gangi sem enginn sér

Umhverfisstofnun og Saman gegn sóun hafa tekið saman nokkur ráð um umhverfisvænni hátíðahöld

Jólin eru hátíð ljóss og friðar en líka hátíð neyslunnar. 

Ofneysla er dýrkeypt fyrir umhverfið og henni fylgir stress og álag. Við eyðum miklum tíma í að vinna okkur inn laun fyrir neyslunni, og við eyðum tíma í neysluna sjálfa. Væri honum kannski betur varið í eitthvað sem raunverulega styður við velferð okkar og hamingju?

Umhverfisstofnun óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.