Stök frétt

Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Umhverfisstofnun mun halda tvo kynningarfundi vegna stjórnunar- og verndaráætlunar rjúpu, sem var undirrituð og staðfest þann 11. september síðastliðinn. Einnig verður fjallað um komandi veiðitímabil sem hefst um land allt 25. október.

Staðsetning og tímasetning

  • 15. október kl. 20:00. Egilsstaðir, Hótel Valaskjálf, í salnum Þingmúla.
  • 16. október kl. 20:00. Reykjavík, Umhverfisstofnun, Suðurlandsbraut 24 (5. hæð. Ath. taka þarf lyftuna upp, stigagangurinn er lokaður).

Fundinum verður ekki streymt og hann ekki tekinn upp en þeim sem komast ekki er bent á upplýsingasíðu Umhverfisstofnunar um áætlunina þar sem finna má upptöku af rafrænum kynningarfundi sem haldinn var í júní. Auk þess eru á síðu stofnunarinnar upplýsingar um veiðitímabil haustið 2024.