Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Veiðimenn eru hvattir til að senda inn helsingjavængi eða myndir til rannsókna.

Leiðbeiningar um hvernig skal senda inn

Arnór Þórir Sigfússon, fuglafræðingur, hefur um langt árabil átt í farsælu samstarfi við veiðimenn um söfnun gæsavængja. Hann notar vængina til að meta ungahlutfall í stofnunum. 

Niðurstöður Arnórs fyrir árið 2023 voru að ungahlutfall hjá grágæs hafi verið 48% og hjá heiðagæs 32%. Þetta er yfir meðaltali síðustu ára hjá báðum tegundum.

Árið 2023 var ungahlutfall hjá helsingjum um 35% sem er vel yfir meðallagi, en meðaltal hjá helsingja er um 27%. Það eru sannarlega gleðilegar fréttir eftir að ungahlutfallið fór niður í 15% í fuglaflensunni.

Umhverfisstofnun hvetur veiðimenn til að leggja Arnóri lið og senda inn vængi eða myndir.